Þorskur í ítalskri sósu með basil og furuhnetum



Skammtur fyrir 4

Þorskhnakkar 800 g    
Gulrætur 2 stk
Laukur ½
Hvítlauksrif 1 til 2
Heilir cherry tómatar 1 dós
Ítalskt krydd 2 msk.
Fersk basilíka 1 dL
Salt ½ tsk
Pipar ⅓ tsk
Ostur, rifinn 60 g
Rjómaostur 3 msk.
Furuhnetur 2 msk
Tómatar, sólþurrkaðir, saxaðir 5 stk.
Ólífuolía  
 
   


Aðferð:

Ofninn er stilltur á 170°C. Hitið 1 msk. af olíu í potti eða pönnu sem má fara inn í ofninn. Saxið laukinn, gulræturnar og hvítlaukinn og steikið upp úr olíu þar til hann fer að mýkjast. Hellið tómötunum út í pottinn ásamt 1 msk. af ítalska kryddinu og 1 dL af saxaðri ferskri basilíku.
  Látið malla í 10 mínútur og slökkvið svo undir pottinu. Leggið svo þorskbitana ofan á sósun og saltið og fiprið fiskinn. Setjið 1 msk. msk af ítölsku kryddi ofan á fiskinn.
  Setjið rifinn ost, rjómaost og furuhnetur nokkuð jafnt yfir fiskinn. Að lokum koma svo saxaðir sólþurrkaðir tæinatar yfir og þessu er svo sett í ofninn undir grillið í 12 – 15 mínútur.


Til prentunar