Hvítlaukur [Allium sativum]
Hvítlaukur (knapplaukur eða geirlaukur) [La: Allium sativum; En: garlic; Dk: hvidløj] er skyldur lauk, skalottlauk, blaðlauk og graslauk. Hvítlaukur er mikið notaður í eldamennsku og lyfjaframleiðslu. Hvítlaukur hefur einkennandi sterkt bragð og lykt en bragðið verður mildara og sætara þegar hann er eldaður. Þegar hvítlaukur er mulinn eða saxaður smátt myndast allicin sem er öflugt sýklalyf sem virkar gegn bæði bakteríum og sveppum. Hvítlaukur skiptist oftast í nokkra geira eða rif (Dk: fed; En: cloves), sem hver um sig er umlukinn hýði og svo er hvítt eða rauðleitt, þunnt, pappírskennt hýði utan um alla geirana, sem saman mynda hnýði. Geirarnir eru mismargir eftir afbrigðum og einnig er til hvítlauksafbrigði, upprunnið í héraðinu Júnnan í Kína,sem ekki skiptist í geira. Bæði ytra hýðið og hýðið utan um hvern geira er fjarlægt áður en laukurinn er borðaður. Hvítlaukur fjölgar sér yfirleitt með kynlausri æxlun og vex þá nýr hvítlaukur af hverjum geira um sig. Hvítlaukur er hafður til neyslu, hrár eða eldaður, og einnig notaður í lyfjagerð. Blöðin eru löng og minna á blaðlauk. Þau má til dæmis nota í salöt og einnig blómin og stilkana en best er þó að taka þau áður en jurtin er fullvaxin, þegar þau eru enn mjúk. Einfalt er að rækta hvítlauk og hann vex allt árið um kring í mildu loftslagi. Í köldu loftslagi þarf að gróðursetja geirann sex vikum áður en jarðvegurinn frýs til að fá uppskeru næsta sumar. Laukurinn hefur verið ræktaður utanhúss á Íslandi en til þess er þó best að hafa sérstaklega harðgerð kvæmi. Fáir skaðvaldar ráðast á hvítlauka, en til eru nokkrir sjúkdómar sem geta haft áhrif á þá. Þegar hvítlauksrif er kramið eða saxað fínt myndast allicin sem er sagt sterkt lyf gegn bakteríum og sveppum. Heimild: Wiki. |
![]() |
Hvítlauksrif og hvítlaukshnýði sem hefur verið opnað. |
Geymsla hvítlauks
Hvítlaukshnýði;fuð má geyma í nokkra mánuði ef það er gert á réttan hátt. Þrjú atriði þarf að hafa í huga við geymslu á hvítlauk.
Auðveldast er að afhýða hvítlauksrifin með því að pressa þau á skurðarbretti með flötum skurðarhníf. Við þetta gefur rifið eftir og hýðið brestur þannig að auðvelt verður að flysja það af geiranum.
Afhýdd hvítlauksrif sem gengið hafa af geymast varla lengur en 1-2 daga.
Varasamt er að geyma hvítlauksrif í matarolíu þe. loftfirrtu umhverfi því að þá getur banvæna bakterían Clostridium botulinum vaknað í jarðvegsleifum sem getað hafa fylgt lauknum.