Hvítlaukssósa
Efni:
150 g sýrður rjómi 18%
50 mL ólífuolía
1 - 2 hvítlauksgeirar
1 msk. hlynsíróp
½ agúrka
1 tsk. eplaedik
salt og pipar
Aðferð:
Sýrði rjóminn og ólífuolían eru þeytt saman og pressuðum hvítlauksgeira bætt í. Kryddað með salti og pipar. Eplaediki og hlynsírópi bætt í. Niðurrifinni agúrku má bæta í ef með þarf.