Hvítkál Brassica oleracea var. capita



Hvítkál [En: Cabbage; Dk: hvidkål; De: Weßkohl, Kappes] er afbrigði garðakáls og óx áður villt meðfram ströndum Evrópu og er jurtin á meðal elstu grænmetistegunda.

Hvítkál er náskylt öðrum káltegundum svo sem rauðkáli, blöðrukáli, rósakáli, blómkáli og spergilkáli ásamt mustarði, piparrót og karsa en næringargildið allra þessara tegunda er svipað. Eins og flestar káltegundir er hvítkál í raun stórt brum þar sem blöðin sitja á stuttum stöngli og legggjast hvort yfir annað og mynd höfuð.

Jurtin myndar fölgrænt höfuð blaða sem vaxa út frá bragðsterkum stöngli. Kálið er oftast selt án dökkgrænu og seigu ystu blaðanna.

Hvítkál er ríkt af C- og K-vítamíni. Í Þýskalandi og Alsac er það notað í súrkál (kæst) í Frakklandi í Potée og í Írlandi í Colcannon. Auk þess er það notað í földa rétta.
Hvítkál
Hvítkál