Rengi, hvalrengi



rengi: [En: throat growes] er fituríkur sinavefur á kvið skíðishvala hvala (reyðarhvala) [Mystacoceti].


Skíðishvalir eru tannlausir en í efraskolti hafa þeir svokölluð skíði og rengið er áfast kjálkanum. Þessir hvalir lifa á dýrasvifi og hremma það með því að galopna kjaftinn og fylla hann með sjó ásamt svifinu. Þegar þeir loka kjaftinum síja þeir svifið frá vatninu sem streymir út á milli skíðanna en svifinu renna þeir niður í maga.
Hér er verið að skera rengið frá kjötnetjunni.
Rengið er soðið og síðan lagt í súr. Fjær of efst í horni myndarinnar sér í hvalspikið af baki hvalsins.
Einföld mynd af líffærabyggingu hvalrengisins.
Myndin sýnir mismunandi lög sina og vöðva í hvalrenginu. © Shadwick et al. (2013). Fin whale (Balaenoptera physalus) art by C. Buell.