Gerbollur
Apferð ; |
Hrærðu gerið og hunangið út í vatnið lítilli skál og hellið síðan í hrærivélarskálina. Blandið salti, og hveitinu saman í skál og setjið í hrærivélarskálina. Hrærðu deigið á lágum hraða í tvær mínútur. Setttu hnoðara á vélina og og auktu hraðann og hnoðaðu í 7 – 15 mínútur. Þegar deigið hættir að loða við hrærivéarskálina má gera glútenpróf .Takitu lítinn deigklump og dragðu hann út þannig að hann verði alveg gegnsær án þess að rofna. Ef þú getur ekki gert glútenpróf eftir 10-15 mínútur, bættu þá aðeins meira hveiti, (1/2 - 1 dL) við blönduna og hnoðaðu áfram. Smyrðu stóra hreina skál með ólífuolíu og settu hnoðaða deigið í hana. Hyldu skálina með rökum klút og láttu deigið hefast á eldhúsborðinu í 7-9 klst. Deigið er tekið úr skálinni og því dreift jafnt á borðplötu. Kveikið á ofninum á 260 gráðu + blástur. Skerðu bollurnar út með spaða eða hníf. Lyftu bollunum á kalda bökunarplötu með bökunarpappír og lofaðu þeim að lyfta sér á meðan ofninn hitnar. Settu bökunarplötuna með bollunum í ofninn og bakaðu þær fyrst í 5 mínútur við 250°C, lækkaðu síðan hitann niður í 220°C og bakaðu í um 10 mínútur, eða þar til bollurnar eru ljúffengar og fullbakaðar. |