Fresno chile eða Fresno chili pipar yrki af Capsicum annuum


Fresno chile eða Fresno chili pipar er meðalstórt yrki af Capsicum annuum. Því ætti ekki að rugla saman við Fresno paprikuna eða jalapeño piparinn. Fresno chile hefur þynnri veggi en jalapeño, og mildara brag’ og þarf einnig styttri tíma til að þroskast. Ávöxturinn byrjar skærgrænn og breytist í appelsínugult og rautt þegar hann er fullþroskaður. Þroskaður Fresno pipar verður keilulaga í lögun, 50 mm langur og um 25 mm í þvermál við stilkinn. Plönturnar braggast vel í hlýju til heitu og þurru loftslagi með löngum sólríkum sumardögum og köldum nóttum. Plantan er kulvís og ónæm fyrir sjúkdómum og nær 60–75 cm hæð.
Fresno chile