Flórensfennika, hnúðfennikka   [Foeniculum vulgare, var. azoricum]


[En: florence fennel, finocchio, common fennel; Dk: knoldfennikel; De: Gemüsefenchel, Knollen- eða Zwiebelfenchel]

Fenníka er kryddjurt af sveipjurtaætt. Hvítur hnúður úr bólgnum blaðslíðrum einkennir plöntuna.

Plantan rekur heimkynni sín til landanna við Miðjarðarhaf þar sem hún hefur verið notuð sem krydd ölum saman. Í Egyptalandi hefur fenníka verið þekkt sem lækningajurt í þúsundir ára og talin góð við krampa mígreni, iðrakveisu, niðurgangi og vindverkjum.

Bragðið er milt og með sætum lakkrís og anískeim. Jurtin er rík af A-, B- og C-vítamínum Í Norður-Evrópu varð fenníka fyrst verulega útbreidd sem grænmeti frá 1980. Hún gefur fínlegt bragð skorin í sneiðar og steikt á pönnu eða bökuð í ofni með osti og hana má nota í súpur, sósur og hægeldaða pottrétti. Hrá og skorin þunnt með mandólínjárni.
Fennikublóm
Fennikufræ
Fenikuhnýði (bólgin blaðslíður) með blaðstilkum.