Eldun í vatnsbaði
[Fr: bain de Marie, bað Maríu]
Eldun í vatnsbaði er til að tryggja að það sem eldað er hitni ekki um of. Ílátið í vatnsbaðinu verður aldrei heitara en sjóðandi vatnið sem það liggur í þe. 100°C. Aðferðin er meðal annars notuð til að þykkja sósur eins og béarnaise-sósu, þar sem suða myndi kekkja eða skilja sósuna, til að bræða súkkulaði, gera vanillusósu og fleira slíkt, og einnig til að halda ýmsum mat heitum. Vatnsbað í ofni er meðal annars notað til að baka crème brûlée og aðra eggjabúðinga, ýmis paté, ostakökur og fleira. |
![]() |
Það sem er í potti 2 verður aldrei heitara en 100°C | |
![]() |
|
Skaftpottur ætlaður fyrir vatnsbaðseldun. | |
![]() |
|
Súkkulaði brætt í vatnsbaði. | |
![]() |
|
Súkkulaði brætt í vatnsbaði í ofni. |