Eggaldin, Solanum melongena
En: eggplant, aubergine; Dk: aubergine
Eggaldin er einær jurt er getur náð yfir tveggja metra hæð. Af plöntunni finnast fjölmörg yrki og þau eru ræktuð vegna ávaxtanna sem teljast samkvæmt grasafræðinni vera ber sem eru yfirleitt egglaga og fjólublá. Plantan er ættuð frá Suðaustur-Asíu og telst til sömu ættar og kartöflur, tómatar sem eiga uppruna sinn að rekja til nýja heimsins.
Ávöxturinn er yfirleitt skrældur og aldinkjötið má grilla, gufusjóða, gratinera og steikja á pönnu. Það er mikið notað í ýmsa rétti þjóða við Miðjarðarhafið. Aldinkjötið er 92% vatn og fremur næringarsnautt en eftirsóttur eiginleiki þess er hve auðveldlega það dregur fitu og bragðefni úr réttum sem það er sett í. |
![]() |
Eggaldin | |
![]() |
|
Þrjú yrki eggaldina | |