Döðluterta / hnetuterta Fríðu Lofts



Efni.
  • 3 egg
  • 1 boll sykur
  • 3 msk hveiti
  • 3 msk kalt vatn
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 bolli hakkaðar döðlur
  • 1 bolli hakkaðar hnetur
Aðferð:
Egg og sykur þeytt vel saman, þá vatni og vanilludropum bætt í, síðan öllum þurrefnunum. Bakað í ca. 50 mín, við 180°C og síðan hjúpuð með suðusúkkulaði og hnetum þegar hún er orðin köld.

Þetta er nú allur galdurinn.