Dill


Dill [Anethum graveolens] er einær jurt af sveipjurtaætt ásamt fennikku og steinselju (persil). Bæði blöðin og fræin notuð af jurtinni. Blöðin missa bragð við suðu og langa eldu en því er öfugt farið með fræin enda eru þau gjarna ristuð fyrir notkun.

Dill er mikilvægt í fisk- og sjávarrétti eins og fisksúpu og fisksósu. Þá er það einnig gott í ýmsa kjúklinga- og pastarétti. Bæði blöðin og fræin eru notuð í kryddblöndu til að grafa lax, silung og annan fisk.
Dill-jurtin
Dill-fræ