Brúnaðar kartöflur


[Dk: brunede kartofler; En: brown potatoes]


Kartöflurnar eru soðnar að fullu og kældar undir vatni þannig
að auðvelt sé að flysja þær. Þær eru síðan kældar alveg niður.

  • 1 kg af kartöflum, sem hafa verið soðnar, flysjaðar og kældar heima.
  • 1 dL sykur
  • ½ dL vatn
  • 30 g smjör
Aðferð:
Sykurinn er leystur upp í vatninu.
  Pannan (ekki teflon) er hituð upp og sykurvatnnu hellt á hana of vatnið soðið niður.
Pannan er hituð yfir miðlungshita (6/9). Smán saman fer skykurinn að þykkna og dökkna um leið og allt vatnið gufar upp.
  Þegar sykurinn er kominn með góðan lit er smöjrinu (í teningum) dreift á pönnuna. Þá byrjar vökvinn strax að freyða og þegar froðan hefur nánast sjatnað er kartöflunum bætt út á pönnuna.
  Kartöflunum er velt um í sykurblöndunni með því að sveifla pönnunni eða með spaða.