Blómkál Brassica oleracea var. botrytis
[En: cauliflower; Dk: blomkål; De: Blumenkohl]
Blómkál er ræktunarafbrigði garðakáls sem líkist mjög spergilkáli. Líkt og með spergilkál er það með stóran blómknúpp sem er það eina sem er étið af plöntunni. Blöðum og stilk er yfirleitt hent. Blómkál þolir vel kulda en getur blómgast með mörgum litlum knúppum í stað eins stórs ef hitinn er of lítill. Við of háan hita myndar það ekki blóm. |
![]() |
Blómkál | |
Blómkál má borða hrátt eða soðið. Það er auðvelt að melta, hefur milt bragð og er ríkt af C-vítamíni og steinefnum. Til að undirbúa það eru blöðin fjarlægð, stilkurinn styttur og skorinn og kálhausinn gufaður í heilu lagi í um það bil 20 mínútur eða soðinn í söltu vatni eða skipt í blóma og bakað í ofni í um 15 mínútur. Það er líka hægt að steikja blómin í fitu (jurtaolíu, smjöri). Ef mjólk eða sítrónusafa er bætt útí á meðan eldað er mun blómið haldast hvítt. Blöðin má sjóða og saxa í blandara til að búa til rjómasúpu. Fólk sem þjáist af skjaldkirtilssjúkdómi eða joðskorti ætti að neyta hrás blómkáls með varúð þar sem ákveðin innihaldsefni í blómkáli hindra upptöku joðs í skjaldkirtilinn . |
![]() |
Sjá efnainnihald (De)