Blansera



Að blansera er að hella sjóðandi vatni yfir matvæli og láta það standa í nokkrar mínútur eða sjóða matvöruna í eitt augnablik. Blansering felur í sér stutta upphitun upp að hitastigi nálægt suðumarki. Þessari aðferð er t.d. beitt áður en grænmeti er fryst. Markmiðið er að óvirkja hvata (ensím) sem myndu ella eyðileggja vörurnar.