Blaðkál, [Brassica rapa supsp. chinensis]


[En: Bok choy, pak choi, pok choi; Dk: pak-choi]

Blaðkál einnig kallað salatkál eða kínverskt selleríkál (fræðiheiti: Brassica rapa supsp. chinensis) er blaðgrænmeti sem oft er notað í kínverskum réttum. Blaðkál er skylt vestrænu káli og næpu.


Blaðkál sem kallast á ensku pak choi eða bok choi myndar ekki höfuð heldur vaxa blöðin í knippum. Blöðin eru dökkgræn með hvítum eða ljósgrænum stilkum.

Blaðkál, Brassica rapa subsp. chinensis
>Geymsla

Blaðkál geymist best í pokanum inn í ísskáp. Kjörhitastig er 0 – 4 °C

Eftir að pokinn hefur verið opnaður þarf að loka opinu vel svo rakinn haldist betur inni.



Notkun

Öll plantan er æt og er borðuð fersk, bökuð, steikt eða soðin. Kálið er stökkt og safaríkt þegar það er ferskt en mýkist hratt við steikingu eða gufusuðu.