Pönnusteiktur saltfiskur
Efni: | |
|
![]() |
Pönnusteiktur saltfiskur með rúsínum, furuhnetum, salthnetum og kartöflum. © Uppskriftin er ættuð frá Úlfari á 3 Frökkum, 2003, (breytt). |
|
Aðferð: Rúsínurnar, hneturnar og hvítlaukurinn eru látin liggja í portvíni, sherrý eða masala víninu nokkra tíma fyrir steikinguna. Fiskstykkjunum er velt í hveitinu og steikt á pönnu í 1 1/2 mínútu á hvorri hlið. Roðlausa hliðin er steikt fyrst og síðan sú með roðinu. Hveitið er óþarft ef notuð er panna með viðloðunarfrírri húð. Eftir steikinguna er fiskinum komið fyrir á fati og látinn bíða í ofni ca. 170°C á meðan meðlætið: tómatar, eplastykki, furuhnetur, hvítlaukur, steinselja og hvítvínið er látið sjóða á pönnunni í 2 mínútur eða uns tómatarnir eru orðnir meyrir. Meðlætið er lagt á diskana og fiskstykkin tekin úr ofninum og lögð ofaná og kartöflu, og tveim sítrónusneiðum komið fyrir við hliðina. |
|