Vatnamyndanir: Ár- og vatnaset:

Kornastærð: Allar kornastærðir koma fyrir.


Aðgreining og lagskipting korna: Korn eru vanalega vel aðgreind, víxl- og linsulaga á áreyrum, skálaga neðan til í óshólmum og með láréttri lagskiptingu á botni stöðuvatna. Jökulár geta myndað hvarfleir sem myndar árstíðabundna lagskiptingu og aðgreiningu korna.


Áferð korna: Eftir því sem kornin velkjast lengur slípast þau og verða ávalari (völuberg).


Steindir: Eftir því sem kornin velkjast lengur tapast veikustu steindirnar eins og glimmer og feldspat. Þessa gætir lítið hér á landi vegna stuttrar flutningsleiðar. Þungar steindir setjast ennfremur fyrr til en léttar.


Gull, platína og demantar geta aðgreinst frá öðrum kornum, sest til og myndað arðbær námasvæði.


Leifar dýra- og plöntusvifs, auk steingerðra jurtahluta, finnast oft í vatnaseti.



Sjá langsnið af árfarvegi stórfljóts — langsnið Mississippi.


Sjá samanburð á jökulbornu seti og vatnsbornu seti.



Sjá INDEXSsetberg