UTM-netið

UTM-netið [Universal Transverse Mercator Grid] er það staðarákvörðunarkerfi sem öðrum fremur hefur hlotið mikla útbreiðslu á Vesturlöndum. Það byggir á þverstæðri Mercator hólkvörpun (Gauss Krüger-vörpun) og nær frá 84° n.br. og 80° sbr. Á heimskautasvæðunum er notað UPS-net [Universal Polar Stereograpic Grid], sem byggist á „steríógrafískri“ vörpun.


Það alþjóðlega ferhyrnda staðarákvörðunarkerfi sem hefur öðrum fremur hlotið mikla útbreiðslu á Vesturlöndum er UTM-netið [Universal Transverse Mercator Grid] og byggir það á þverstæðri Mercator hólkvörpun (Gauss Krüger-vörpun).


Þetta net þykir bæði einfalt og hentugt til afnota m.a. í hernaði. Á AMS-kortum bandaríska hersins af Íslandi í mælikvarðanum 1:50.000, sem gefin voru út 1950 og 1951, er notuð þverstæð hólkvörðun og UTM-staðarákvörðunarnet og einnig á íslenskri útgáfu þeirra frá árinu 1980.


Samkvæmt UTM-netinu er jörðinni skipt í 60 lengdarbelti [Zone] (norður-suður) og er hvert þeirra 6° frá austri til vesturs (á Y-ás). Tölusetning beltanna byrjar á daglínunni 180° og er talið til austurs. 0° (Greenwich) er því að mörkum 30. og 31. beltis [Zone]. UTM-netið gerir ráð fyrir 19 breiddarræmum sem hvert er 8° frá norðri til suðurs (eftir X-ás) auk 20. beltisins sem er nyrst og er 12°. Þessi belti eru merkt C til X en I og 0 er sleppt til að forðast mislestur við tölustafi.


UPS-netið notar A og B fyrir suðurheimskautssvæðið og Y og Z fyrir norðurheimskautssvæðið.


Hver reitur, 6° (í austur-vestur) sinnum 8° (12° Í UPS-netinu) (í norður-suður) þekkist með tölu og bókstaf.


Vegna þess hver stærðarmunur slíkra reita verður mikill við miðbaug annars vegar og þegar nær dregur pólunum hins vegar er hverju belti UTM-netsins skipt niður í ferninga sem eru 100 x 100 km hver og eru þeir einkenndir með bókstöfum (I og O sleppt til að forðast mislestur). Á Y-ásnum eru bókstafirnir A til Z notaðir og raðað frá vestri til austurs. Beltið [Zone] austan við 180° fær því A og nægja stafirnir fyrir 3 belti en 4. beltið byrjar svo aftur á A og svo koll af kolli. ◊.


Eftir því sem nær dregur pólunum fækkar bókstöfunum á Y-ásnum í merkingu hvers beltis [Zone] þannig að fyrsti og síðasti stafur falla út.


Í þverstæðri Mercator hólkvörpun er jörðinni (að 88° n.br og 80° sbr.) skipt í 60 belti [ZONE] og er hvert þeirra 6° á breidd.


Við lóðrétta merkingu (á X-ás) ferninga eru bókstafirnir A til V notaðir. Fyrir norðurhvel byrjar merkingin við miðbaug og er byrjað á A sé númer beltisins oddatala en F sé númer þess jöfn tala. Þetta er gert til þess að samliggjandi reitir fái mismunandi tákn á samliggjandi beltum.

Staðsetning Íslands

Ísland er í 2 beltum, [Zone], nr. 27 (milli 24° og 18° v.l.) með snertibaug [Central Meridian] á 21° v.l. og belti [Zone] númer 28 (milli 18° og 12° v.l.) með snertibaug [Central Meridian] á 15° v.l. Samkvæmt grófri skiptingu UTM-netsins í reiti eftir bauganeti jarðar lendir Ísland innan 27V, 28V og 27W, 28W.


Með nákvæmri skiptingu í 10.000 km2 (100 x 100 km) fær Ísland einkennisstafina U, V, W og X á Y-ásnum í belti [Zone] 27 og C, D og E í belti 28. Á X-ásnum fær Ísland einkennisstafina L, M, N og P í belti [Zone] 27 og R, S, T og U í belti [Zone] 28.


Hnit punktsins 27WVM544138


Á nýju staðfræðikortunum í mælikvarða 1:50.000 er UTM-netið merkt niður í 1 km2 ferninga prentað á kortið og 100 km2 ferningar auðkenndir með breiðri línu. Á hverju kortablaði eru nákvæm hnit fyrir UTM-netið á viðkomandi svæði eingöngu sýnd í suðvestur-horninu (neðra horninu til vinstri). Eftir það er þremur síðustu núllunum sleppt og tölurnar sem sýna 1 km millibil prentaðar stærri t.d. 453.000 m verður 53. Með 10 km millibili eru síðan fyrstu 3 tölustafirnir í láhniti og 4 þeir fyrstu í lóðhniti sýndir. Við staðarákvörðun er eingöngu vitnað í 2. og 3. staf í lághniti og 3. og 4. staf á lóðhniti.


Við staðarákvarðanir í UTM-netinu er miðað við fjarlægt frá miðbaug á X-ásnum (lóðhnit) og fjarlægð frá hugsaðri línu 500 km vestan snertibaugs hvers beltis. Þetta er gert til þess að eingöngu sé unnið með jákvæðar stærðir í útreikningum. (Þegar gerðar eru staðarákvarðanir út frá UTM-netinu á staðfræðikortum í mælikvarða 1:50.000 með 100 m nákvæmni þarf að ákveða

  1. Y 544, X 138: Lesið: 544138
  2. 100 x 100 km ferningur: VM (Y,X, lá,há)
  3. Ræma: W (X-ás, norður-suður)
  4. Belti [Zone] nr. 27.
    Staður: Menntaskólinn í Reykjavík 27WVM544138

Undirstrikuðu stafirnir eru áætlaðir og úr tölunni má lesa að staðurinn sé (454.400 - 500.000 = - 45.600) 45.600 m vestan snertibaugsins og 7.113.800 m norðan miðbaugs.




Sjá: INDEX /=> |L| → Landmælingar.