Þegar jarðskjálftar verða á hafsbotni koma þeir af stað flóðbylgjum sem oft eru nefndar tsunami eftir heiti þeirra á japönsku. (Stundum nefndar hafnarbylgjur á íslensku). Eftir að jarðskjálfti varð hjá Unimak eyju við strönd Alaska 1946 náði slík bylgja ströndum Hawaii 4½ klukkustundum síðar. Hraði bylgjunnar var um 800 km/klst. Þó að ölduhæð bylgjunnar væri aðeins um 1 m á opnu hafi hækkaði sjávarmál 18 metrum meir en við stórstraumsflóð er hún skall á ströndinni. Þessi bylgja eyðilagði fjölda húsa og varð 159 manns að bana.
Flóðbylgjan frá skjálftanum í Alaska 1964 varð 122 að bana. Hún skall á bænum Crescent City í Kaliforníu, skammt sunnan landamæra Oregonfylkis 4 ½ klst. eftir að hún myndaðist í Alaska.
Mannskæðari var þó flóðbylgjan sem skall á ströndinni í Sanriku-héraði á norðaustanverðri Honsu-eyju í Japan árið 1886 eftir að jarðskjálfti varð úti fyrir ströndinni. Hún drekkti 26.000 manns.
Sjá INDEX /=> |J| → jarðskjálftar.