tímabelti: jörðinni er skipt niður í 24 tímabelti sem hvert fyrir sig nær yfir 15 lengdarbauga (360°/24 klst = 15 klst.). Miðja 0 tímabeltisins [Prime Meridian] ligur um Greenwich (UTC±00:00 eða GMT) og nær þá 7½° til austurs og vesturs frá Greenwich. Samkvæmt því ætti landfræðilegur íslenskur miðtími að vera á 15° vestur lengdar eða við Vestrahorn enda liggur Ísland vestarlega í tímabelti − 1 og nær raunar aðeins inn í − 2.
Í lagalegum, viðskiptalegum og félagslegum tilgangi er fræðilegu tímabeltunum hinkað til og dregin stöðluð tímabelti [Time Zone] sem alþjóðlegt samkomulag ríkir um. Í sumum tilfellum er ákveðinn sumar- og vetrartími en öðrum ekki. Hér á íslandi gilti sumar- og vetrartími frá 1939 til 1968 en það ár var sumartíminn gerður að íslenskum staðaltíma en hann fellur saman við Greenwich tímabeltið. ◊
Sjá síðu um tímareikning á Íslandi.