Þjórsárhraunið mikla er í flokki hrauna sem nefnd eru Tungnárhraun. Það kom upp á gorssprungu á Veiðivatnasvæðinu fyrir ≈ 8600 árum og eru eldstöðvarnar huldar yngri hraunum sem og efsi hluti hraunsins á um á um 70 km kafla niður með Tungná og Þjórsá. ◊ ◊ Á Landi má sjá jaðra þessara yngri hrauna en neðar þekur Þjórárhraunið milar víðáttur í Landsveit, í Gnúpverjahreppi, á Skeiðum og í Flóa á milli Hvítár, Ölfusár ◊ og Þjórsár allt til sjávar sem þá stóð 15 m lægra en nú. Með hækkandi sjávarstöðu hefur sjór gengið inn á hraunið við Eyrarbakka og Stokkseyri. ◊
Þjórsárhraun er stærsta hraun á Íslandi hvort heldur miðað er við flatarmál 970 km2 og rúmmál 25 km3. Þykkt hraunsins er víða 15 - 20 m en þykkast er það 40 m. Hraunið er úr dílabasalti og eru stórir plagíóklas dílar í dulkornóttum massa einkennandi fyrir hraunið. ◊
Heimildir: | Árni Hjartarson 1988: „Þjórsárhraunið mikla - stærsta nútímahraun jarðar“. Náttúrufræðingurinn 58: 1-16. | |
Árni Hjartarson 1994: „Environmental changes in Iceland following the Great Þjórsá Lava Eruption 7800 14C years BP“. Hjá J. Stötter og F. Wilhelm (ritstj.) Environmental Change in Iceland (Munchen): 147-155. | ||
Árni Hjartarson 2011: Víðáttumestu hraun Íslands. Náttúrufræðingurinn 81, 37-48. | ||