|
Fylking: Skoruþörungar
[Dinophyta] sílúr - nútími |
Skoruþörungar (dinoflagellata) líkjast
plöntum, hafa beðmi í frumuveggjum og blaðgrænu;
þeir hafa einnig rauðleitt litarefni sem drekkur sólarljós
í sig og draga þeir af því nafnið eldþörungar
(pyrrophyta); egglaga eða marghyrndir; yfirborð oft alsett
göddum; stærð 20-200 mm; hnöttóttir. |
|
Tegundahópur [Acritarcha] upphafsöld
- nútími |
Frumuveggur úr efni líku og hjá
frjókornum |
|
Fylking: [Chrysophyta] síðkrít
- nútími |
Skorpuþörungar með svipu í sjó; stunda
ljóstillífun; um 20 - 50 mm í þvermál;
skel úr kísli. |
|
Fylking: Kísilþörungar [Bacillariophyta
- diatoms] árkrít - nútími |
Sjávar- og ferskvatnslífverur; án
svipu; ljóstillífun; frumuveggir úr kísli. Elstu steingervingar kísilþörunga eru frá árjúra ≈ 185 Má og jafnvel er talið að uppruna þeirra megi rekja til loka P-T-útdauðans (≈ 248 Má). |
|
Fylking: Kokkólítar [Haptophyta]
Coccolithophorida trías - nútími |
Smásæjar sjávarlífverur [nannoplankton];
ljóstillífun; skel úr kalki; geta hreyft sig
með 2 svipum; stærð 5 - 20 µm kringlótt
að lögun, stjörnulaga diskar; Fjöldi þeirra
í höfunum er mestur milli 45°norðlægrar
og suðlægrar breiddar. |
|
Fylking: Rauðþörungar
[Rhodophyta] mið-kambríum - nútími |
Aðallega sjávarlífverur í heitum og köldum
höfum; litaðir af rauðum litarefnum sem hylja blaðgrænuna
og nýta útfjólubláa ljósið
mun betur og geta því lifað á miklu dýpi,
allt að 270 m; kalk safnast oft í plöntulíkamann. |
|
Fylking: Grænþörungar
[Chlorophyta] kambríum - nútími |
Mjög útbreiddir; aðallega ferskvatnslífverur,
en finnast í ísöltu vatni og sjó; plöntulíkaminn
oft þakinn kalki; |