Sveina- og Randarhóla-gígaröðin

Sveina- og Randarhóla-gígaröðin er ein lengsta gígaröð Íslands um 75 km og talin mynduð fyrir 11.000 árum. Hún er á sprungusveimi Öskjukerfisins og nær hún frá Skógarmannafjöllum norðaustan Búrfells á Mývatnsöræfum um þver Jökulsárgljúfur við Hafragislfoss og þaðan norður á Öxarfjarðarheiði.


Syðsti gígurinn nefnist Rauðhóll. Stóra- og Langa-Rauðka eru einnig sunnan þjóðvegar 1 ásamt Vegasveinum sem eru rétt sunnan hans. Norðan hringvegarins eru Stóri-Sveinn, Litli-Sveinn og Ytri-Sveinar. Austan Jökulsárgljúfurs þar sem gljúfrið sker gígaröðina við Hafragilsfoss eru gígarnir Randarhólar, Rauðhólar og Kvensöðull.


Gos í Rauðhólum á Öxarfjarðarheiði myndaði Kerlingarhraun og frá því runnu tvær lænur NV til strandar í Núpasveit sunnan Kópaskers og þriðja hraunlænan rann til NNA og til strandar í Hólsvík sunnan Raufarhafnar.




Heimildir: Magnús Á. Sigurgeirsson 2015: „Eldar í Öskjukerfi fyrir um 11 þúsund árum“, Náttúrufræðingurinn 86 (3-4) bls. 7 6 - 90,