strontínsamsætur: hlutfall strontín samsætanna 87Sr/86Sr er breytilegt í sjó og þar af leiðandi í karbónati sem myndar skeljar sjávardýra. Ræðst það einkum af veðrun og eldvirkni á rekhryggjum. ◊
Hlutfallið lækkar við mikla eldvirkni á hryggjum en hækkar við mikla veðrun á bergi meginlanda. Hlutfall 87Sr/86Sr getur því gefið vísbendingar um höggun jarðskorpunnar, eldvirkni á rekhryggjum, landris og rof.
Hlutfall þessara samsæta er ismunandi í bergi meginlanda og þess vegna segir hlutfall þess í tönnum manna hvar þeir ólust upp í bernsku.