Nikulás Stenó (1638-1687) var danskur eðlisfræðingur sem settist að í Flórens í Toscana á ÍtalíuStenó setti fram 3 grundvallarlögmál jarðfræðinnar (setlagafræðinnar):
-
Í óröskuðum jarðlagastafla er elsta lagið ávallt neðst og eftir því sem ofar dregur yngist setlögin.
-
Set sest yfirleitt til í vatni og því verða setlög í flestum tilfellum lárétt eða að minnsta kosti samsíða undirlaginu sem þau leggjast á. Setlög með miklum halla hljóta því að hafa haggast við jarðskorpuhreyfingar eftir að þau mynduðust.
-
Þriðja lögmál Stenós gerir ráð fyrir órofinni útbreiðslu setlaga til allra átta uns það þynnist við strendur eða breytist smám saman yfir í aðra tegund sets. Sjáist setlag t.d. í gljúfurvegg gerir þetta lögmál ráð fyrir að sama setlag finnist einnig hinum megin gljúfursins.