Skeiðvallarlægðin
Skeiðvallarlægðin [Racetrack Playa] er 4,5 km langur og 2 km breiður þurr stöðuvatnsbotn ◊ þakinn þurrksprungnum leir. ◊ Sléttan er marflöt en henni hallar þó til suðurs sem nemur 3,8 cm. Þurr leirinn er svo harður að ekki markar í hann spor þegar gengið er eftir honum. Þegar snjóar í fjöllunum umhverfis sléttuna og leysingavatn rennur niður bleytir það yfirborð leirisins. Við þær aðstæður myndast spor í leirnum þegar gengið er eftir honum og getur það tekið þau mörg ár að mást út og hverfa.
Sléttan dregur nafn sitt af steinhnullungum sem runnið hafa yfir leirsléttuna og og skilið eftir sig löng rennslisför. ◊ Lengi vel voru ýmsar kenningar um það hvaða kraftar kæmu steinunum á ferð yfir skeiðvöllinn en það var ekki fyrr en 2014 að sú gáta var leyst.
Þegar snjó leysir sem fennt hefur í fjöllin umhverfis rennur vatnið niður í dalin og vegna hallans á sléttunni safnast það fyrir við við suðurenda hennar. Við næturfrost myndat uþb. 1 cm þykkt ísskæni á vatninu og fallvindar úr fjöllunum ná þá að ýta vatninu og brotnu ísskæninu sem dregur steina við vatnsbakkann með sér norður sléttuna.1 ◊
Heimildir: | ||
1 | Norris, Richard D. et al. 2014:"Sliding Rocks on Racetrack Playa, Death Valley National
Park: First Observation of Rocks in Motion" PLOS ONE | www.plosone.org 1 August 2014 | Volume 9 | Issue 8 | e105948. |
|