Sjávarkambur (malarkambur, fjörukambur), ◊ ◊ malarrif, ◊ eiði, grandi, ◊ marbakki, ◊ óseyrar. ◊
Kornastærð: Allar kornastærðir koma fyrir.
Aðgreining og lagskipting korna: Korn eru vel aðgreind ◊ og lagskipt. Lagskipting er yfirleitt víxllaga við strendur þar sem ölduróts gætir en skálaga og lárétt lagskipting er á meira dýpi.
Dreifingin fer einkum eftir ölduróti og straumþunga.
Áferð korna: Kornin eru vel slípuð og lábarin sem kallað er. ◊ ◊
Steindir: Þau korn sem lengi hafa velkst í ölduróti hafa oft misst veikustu steindirnar sbr. ársetið. Víða við strendur erlendis er því fínkorna kvarssandur úr kornum sem borist hafa langt að.
Sjá INDEX → S → set →