sjávarfallastraumar: straumar sjávar vegna sjávarfalla. Þar sem slíkir straumar fara fyrir annes eða um eyjasund mynda þeir oft krappar rastir. Sem dæmi um slíkar rastir má nefna Hornafjarðarós þar sem straumhraðinn getur t.d. náð um 20 km/klst. Ennfremur má nefna rastir í mynni Hvammsfjarðar, ◊ Reykjanesröstina, Látraröstina, og Langanesröstina.