serpentín: [serpentine] samheiti tveggja náskyldra grængulleitra og oft blettóttra flögusilikatsteinda (Mg,Fe)3 SiO5(OH)4, antigorite (Fe) og chrysolite (Mg). Steindin myndast við vötnun og ummyndun á ólívíni og pýroxeni.
Serpentínít [serpentinite] er berg, sem að mestu er úr serpentín-steindum, ummynduðum úr ólívíni eða pýroxeni við myndbreytingu á útbasísku bergi. ◊