Fyrir um 2500 árum höfðu Grikkir uppgötvað eiginleika seguljárnsins og um 1000 árum seinna tókst Kínverjum að gera frumstæðan en nothæfan áttavita. Þessi vitneskja barst ekki til Evrópu fyrr en á 14. öld en þó nægilega snemma til þess að verða Kólumbusi og Magellan að liði á tímum landafundanna miklu. Það var hins vegar ekki fyrr en um 1600 að William Gilbert ályktaði að hið innra væri jörðin úr segulmögnuðu efni og hagaði sér sem stór segull. Nú vitum við reyndar að þessi ályktun var ekki rétt því að talið er að strax á 20 - 30 km dýpi hafi hitastig náð svokölluðu Curie-marki ◊ þar sem efnin missa segulmögnun sína vegna áhrifa hita. Þetta hitastig er 500°C fyrir flest segulmögnuð efni. Þýskur eðlisfræðingur Friedrich Gauss (1777-1855) sýndi svo fram á að upptök segulsviðsins væru inni í jörðinni og löngu seinna eða 1939 kom fram sú tilgáta að segulsviðið stafi af rafstraumi sem myndist við streymi fljótandi járns í ytri kjarna jarðar.
sjá nánar.
Sjá: INDEX → S → segul-