sameindaský: [Molecular cloud] geta verið gríðarstór eða allt upp í 1 ljósár í þvermál og efnisþéttleiki þeirra er ≈ þúsundfalt meiri en geimsins umhverfis skýið. Það er þó ekki nema einn billjónasti (1/1012) af þéttleika andrúmslofts Jarðar. Þéttleikinn verður svo enn meiri í miðju skýinu og þegar nægum efnisþéttleika, hita og þrýstingi er náð hefst kjarnasamruni vetnis í kjarnanum og það kviknar á stjörnunni.




Heimild: Ómar Freyr Sigurbjörnsson