sæliljur: [Crinoida] botnföst sjávardýr sem teljast til skrápdýra [Echinodermata]; líkami skiptist í liðskiptan botnfastan stilk, hálfkúlulaga bikar og arma. Svifætur sem lifa á 200 - 6000 m dýpi. (mið-kambríum - nútími).


Náskyld sæliljum eru Steinepli [cystoid; dk: stenæble] (finnast steingerð frá árordóvísíum – miðkolatímabilsins) og sæknappar (steinknappar) [blastoid] (finnast steingerð frá árordóvísíum – síðper)  ◊.