rofmáttur: vatnsfalls er einkum háður straumhraða þess. Straumhraði fljóts segir til um hversu stór bergmylsnukorn það getur flutt fram við vissar vatnafræðilegar aðstæður. Það lætur nærri að þvermál korns, sem straumurinn getur hrifið með sér, stækki í sjötta veldi þegar straumhraðinn tvöfaldast í sama fljótinu. Af þessu sést að rofmátturinn eykst gífurlega með auknum straumhraða og talið er líklegt að stærstu gljúfur landsins, eins og Jökulsárgljúfur, ◊ hafi að miklum hluta myndast í flóðum.
Straum- hraði |
Þvermál steinvölu | ||
1 | 16 | = | 1 cm |
2 | 26 | = | 64 " |
3 | 36 | = | 729 " |
Sjá meira um rofmátt rennandi vatn.
Flutningsgeta vatnsfalls segir til um hversu mikið magn af bergmylsnu af öllum stærðum vatnsfallið flytur fram á tiltekinni tímaeiningu. Flutningsgetan er fyrst of fremst háð rennsli vatnsfallsins og þar af leiðandi straumhraða þess og þversniði farvegarins en ekki eingöngu straumhraðanum eins og rofmátturinn. ◊
Rennsli | = | þversnið farvegar |
× | straumhraði |
(m3/s) | (m2) | (m/s) |
Sjá INDEX → L → landmótun → vatnsföll.