Móhó-mörk: mörk jarðskorpunnar og möttuls en þar verður mikil hraðaaukning á jarðskjálftabylgjum. Mörkin liggja á 10 km dýpi undir úthafsskorpu en á 20 - 40 km dýpi undir meginlandsskorpu.


Árið 1909 veitti króatíski jarðskjálftafræðingurinn Andrija Mohorovicic því athygli að á vissu dýpi jókst hraði jarðskjálftabylgna. Þessi skil eru að meðaltali á 8 km dýpi undir úthafsskorpu og á 32 km dýpi undir meginlöndum og eru nú þekkt sem Mohorovic mörk [discontinuity] eða einfaldlega móhó.


Sjá nánar um jarðskorpuna.