Lofthjúpur, gufuhvolf Jarðar



Þegar efstu lögum Jarðar, berghvolfinu og vatnshvolfinu, sleppir tekur lofthjúpurinn eða gufuhvolfið við.


Veðrahvolfið [troposphere] er næst Jörðu og nær upp í 9 - 12 km hæð og þar er að finna 80% af lofti lofthjúpsins..


Heiðhvolfið [stratosphere] tekurvið ofan veðrahvolfsins og nær upp í 50 km hæð. Þaar fer hitastig hækkandi með hæð sem veldur því að það er mjög stöðugt. Í heiðhvolfinu í um 20 km hæð er telsvert magn af súrefnissameindum (O2) og súrefnisfrumeindum (O) og þar myndast því verulegt magn af ósoni, O3


Miðhvolfið [mesosphere] er næst ofan við heiðhvolfið og nær upp í 85 km hæð. Í neðri hluta þess verður geislanám útfjólublárra geisla sem mynda óson (O3) og veldur því að þar er fremur hlýtt.


Hitahvolfið [thermosphere] (50 - 640 km) tekur við af miðhvolfi og nær til ystu marka lofthjúpsins eða að svokölluðu úthvolfi. Í hitahvolfinu byrja sameindir loftsins að klofna fyrir áhrif röntgen- og útfjólublárrar geislunar. Nokkur rafmögnuð lög eru í hvolfinu og hafa þau mikla þýðingu því að þau endurvarpa útvarpsbylgjum. Bylgjustyttri geislun kemast óhindrað gegnum þau. Þessi rafmögnuðu lög gera vissum útvarpsbylgjum mögulegt að ferðast um langar vegalengdir. Þetta er hvolf er þess vegna einnig nefnt fareindahvolf, jónosfera [ionosphere].


Úthvolfið [exosphere] er yst ~ 500 - 10.000 km. Þar, við neðri mörk þess, eru mestmegnis vetnisatóm en einnig helíum, koldíoxíð og súrefnisatóms. Í útholfinu losna atóm frá lofthjúpi jarðar og streyma út í geiminn. Úthvolfið er seinasta lag lofthjúpsins.



Sjá skýjaatlas „World Meteorological Organization“






Heimildir:
1 Sigrún Kristinsdóttir 6.01.2007: Gufuhvolf jarðar,
< vedur.is>
2 Stjörnufræðivefurinn 220119,
< https://www.stjornufraedi.is/solkerfid/jordin/lofthjupur-jardar >