ljóstillífun: er það kallað þegar plöntur mynda fæðu úr koldíoxíði andrúmsloftsins og vatni jarðvegsins með orku sólarljóssins. Ljóstíllífun er því innvermið ferli:


6 CO2   +   6 H2O   +   ljósorka   →   C6H12O6   +   6 O2
þrúgusykur

Plönturnar geta ýmist nýtt þrúgusykurinn til eigin þarfa eða þær geyma hann sem forðanæringu sem sterkju en þannig er því varið með helstu matjurtir mannkyns.