ljómunaraldur: [luminescence dating] fæst með því að mæla svokallaða ljómun silikat-kristalla, einkum kvars og feldspata.
Steindir í seti sem liggur á yfirborði þannig að þær verði fyrir sólarljósi í nokkrar klukkustundi eða hitna > 300°C missa mest af þeirri jónandi geislun sem hlaðist hefur upp í steindinni (þær 0-stillast). Eftir að steindirnar grafast í setinu þannig að sólarljósið nær ekki til þeirra verða þær fyrir jónandi geislun vegna hrörnunar U, Th, Rb & K í berginu auk geimgeislunar. Við þetta króast af og hlaðast upp frjálsar rafagnir í kristalgrindinni og með tímanum eykst ljómunarorkan í steindinni. Þessa orku má leysa úr læðingi með örvun á rannsóknarstofu og losnar hún þá sem ljómun; [optically stimulated luminescence (OSL)].
Þannig má mæla (í grei-um [Gy]) þá geislun sem hlaðist hefur upp í steindinni síðan hún grófst (jafngildisgeislun, De) og bera saman við áætlaða geislun sem seindin varð fyrir síðan hún grófst (Dr). ◊ ◊ ◊ ◊ ◊
Sjá mælisvið ljómunaraldurs: |T|