ljómun sólar: [Solar Irradiance] flæði geislunar á gefna flatareiningu. Við yfirborð gufuhvolfsins er afl ljómunarinnar ≈ 1.30 Wött/m2 og er þetta gildi kallað sólstuðull. ◊ ◊
Sólblettir myndast þegar ljóshvolf [photosphere] sólarinnar flæðir upp fyrir áhrif segulsviðs hennar. Umhverfis sólblettina myndast virk svæði sem oft leiða til sólstróka [sun flare] og gosa í kórónunni [Coral Mass Ejections (CMEs)]. Virkni sólstróka og gosa í kórónunni mynda sólvinda (segulstorma). Fjöldi segulstorma eykst með fjölda sýnilegra sólbletta og tíminn á milli hámarka þeirra er 8 - 15 ár en meðaltalið er 11 ár.
Margt bendir til þess að samhengi sé á milli tíðni sólbletta og sólvirkni annars vegar og meðallofthita á norðurhveli jarðar.
Virkni sólar var lág á þeim tíma sem venja er að kalla litlu ísöldina (1500 -1850). Tiltölulega hlý ár um 1540-1590 og 1770-1800 rufu þó þetta kuldakast. Á árunum 1645–1715 var hún hvað lægst og voru mörg árin án nokkurra sólbletta. Þetta tímabil er kallað Maunder lágmarkið. ◊
Skýjamyndun hefur áhrif á inngeislun sólar en skýjamyndun er talin geta aukist með aukinni geimgeislun. Sterkir sólvindar eru taldir skýla jörðinni fyrir geimgeislun og að því geti verið samhengi á milli skýjamyndunar og sólvirkni.
Sjá inngeislun sólar.