Litarefni: [pigment] er efni sem drekkur í sig ljós og sýnilegur litur þeirra stafar af því ljósi (bylgjulengdinni) sem það endurkastar. Laufgræna sem finna má í ljóstillífandi lífverum drekkur því í sig allar bylgjulengdir ljóss nema það græna sem hún endurkastar. Í blómum, kórölum og jafnvel húð dýra eru litarefni sem gefa þeim litinn. Mikilvægari en endurkastið er þó eiginleiki þessara litarefna til að drekka í sig ljós af vissum bylgjulengdum.


Vegna getu þessara litarefna til að gleypa í sig ljós af vissum bylgjulendum eru þau mikilvæg plöntum og öðrum frumbjarga lífverum sem framleiða sína eigin fæðu með ljóstillífun. Hjá plöntum, þörungum og blábakteríum eru litarefnin þau hjálpargögn sem nýtast til til beislunar sólarljóssins við ljóstillífun. Þörf er hins vegar á mörgum tegundum litarefni því að hvert og eitt drekkur aðeins í sig lítinn hluta litrófsins og þess vegna þurfa þau að vera margs konar til nýta sem stærstan hluta ljóssins.


Laufgrana: [Chlorophyll] eru græn litarefni sem innihalda svokallaðan porfýrín-hring. Þetta er stöðug hringlaga sameind sem rafeindir eiga auðvelt með að hreyfast umhverfis. Vegna frjáls flæðis rafeindanna á sameindin auðvelt með að þyggja eða gefa rafeindir og gefa orkuríkar rafeindir til annarra sameinda. Þessi hegðun liggur til grundvallar getu blaðgrænu til að fanga orku sólarljóssins.


Margar gerðir laufgrænu finnast og er sú mikilvægasta kölluð blaðgræna „a“ en þetta er sameindin leggur undirstöðu að ljóstillífun með því að gefa örfaðar rafeindir sínar til sameinda sem munu framleiða sykur. Allar plöntur, þörungar og blábakteríur sem ljóstillífa hafa laufgrænu „a“. Það er þessi sameind sem gerir ljóstillífun mögulega með því að veita örvuðum rafeindum sínum til sameinda sem framleiða sykur. Allar plöntur, þörungar og blábakteríur sem ljóstillífa innihalda laufgrænu „a“.

Önnur gerð laufgrænu er laufgræna „b“ sem aðeins er að finna hjá grænþörungum og plöntum.

Þriðja gerð laufgrænu er algeng og kölluð laufgræna „c“ en hún finnst aðeins í ljóstillífandi litverum [Chromista] og skorpuþörungum [Dinoflagellata]. Mismunur þessara flokka laufgrænu var á meðal fyrstu vísbendina um að þessir hópar lífvera væru ekki eins náskyldir og haldið var í fyrstu.


Karótenóíð: [Carotenoids] eru venjulega rauð, rauðgul [orange] eða gul litarefni og innihalda kunnuglega efnið karótín sem gefur gulrótunum lit sinn. Þessi efnasambönd eru gerð úr sex kolefnishringjum sem tengdir eru saman með „keðju“ kolefnisatóma. Það veldur því að þau leysast ekki í vatni og þurfa því að tengjast himnum innan frumunnar. Karótín getur ekki flutt orku sólarljóss beint í ferli ljóstillífunar og verða því að fleyta henni áfram til laufgrænunnar. Þess vegna eru karótenóiðin kölluð „aðstoðar-litarefni“. Eitt slíkra litarefna er Fucoxanthin — brúna litarefnið sem gefur hrossaþara [Laminaria digitata], öðrum brúnþörungum og kísilþörungum lit sinn.


Þörungagall: [Phycobilin] er vatnsleysanlegt litarefni og finnast því í umfrymi eða í uppistöðuvef [stroma] grænukornanna. Þessi litarefni finnast aðeins í blábakteríum [Cyanobacteria] og rauðþörungum [Rhodophyta]. Þessi litarefni eru gjarna greind í tvennt: Þörungabláma [phycocyanin] sem blábakteríurnar draga nafn sitt af og þörungarauða [phycoerythrin] sem er einkennandi fyrir rauðþörungana.