landlág: [depression] landsvæði eða fyrirbæri á landi sem liggja undir núverandi sjávarmáli. Þetta á td. við um Dauðahafið sem er lægst allra slíkra fyrirbæra (- 408 m), Turpan Pendi í Kína (- 154 m), Qattara í Egyptalandi (- 133 m), Vapadina Kaundy í Kazakhstan (- 132 m), Danakil á Afarsvæðinu í Eþýópíu (- 125 m), Laguna del Carbon í Argentínu (- 105 m) og Dauðadalurinn í Kaliforníu (- 86 m).
Undir þessa skilgreiningu falla einnig svæði sem þurrkuð eru með manngerðum flóðgörðum eins og td. Zuidplaspolder (- 7 m) í Niðurlöndum (Hollandi) og Lammefjorden ◊ SV af Isefjorden á Sjálandi í Danmörku.
Heimild: | http://geology.com/below-sea-level/ |