kvikleir: [En: quick clay; De: Quickton; No: kvikkleire; Se: kvicklera] er jökulættaður sjávarleirleir sem sest hefur til í sjó og myndað setlög á seinustu ísöld. Þau risu síðan úr sæ er landið lyftist að ísöld lokinni. Jökulættaður sávarleirleir finnast víða í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Rússlandi, Kanada og Alaska.


Þegar leiragnirrnar (Ø < 1/256 mm) settust til í sjó bundust jákvæðar natrínjónir (Na+ og K+) úr söltu vatninu við neikvæðar silikatjónir (SiOnn-) í leirnum og juku þannig á stöðugleika leirsins. Þegar þessi sömu leirlög risu svo úr sæ eftir ísöld skoluðust saltjónirnar úr leirnum og við það varð hann óstöðugur og kvikur.



Mynd úr rafeindasmásjá af algengu leirsteindinni kaolíníti