sítrín: [citrine] er lofað fyrir gullinn gulbrúnan lit og hversu mjög það líkist tópas. Það er vandfundið og því er oft gripið til þess ráðs að hita ametyst, sem er mun algengara kvarsafbrigði, og líkja þannig eftir sítríni. ◊