kol: [En: coal] kolaðar leifar plantna að mestu frá kolatímabilinu fyrir 286 til 360 milljón árum.


Linkol: [En: bituminous coal] eru dökkbrún eða svört með meira en 14% af rokgjörnum efnum og 80% kolefnisinnihald. Þau brenna með gulleitum loga og reyk. Orkuinnihald er 14-16 MJ kg-1.


Harðkol: [En: anthracit coal, hard coal] eru svört með málmgljáa og eru einu kolin sem flokka má sem myndbreytt berg. Í þeim er aðeins um 8% af rokgjörnum efnum og allt að 95% kolefnisinnihald. Þau brenna með bláum reyklausum loga. Orkuinnihald 15 MJ kg-1.


Hlutfall kolefnis:
Efni %
Viður 50
Mór 60
Brúnkol 70
Steinkol 80
Antrasít 95
Grafít 100


Sjá Myndun kola