kalkþörungar: [coralline algae, read algae] eru rauðþörungar sem mynda hríslótta stoðgrind úr kalki sem er talin 95% af þunga þeirra. Hún er einkum úr kalsíti CaCO3 og magnínkarbónati MgCO3. Kalkþörungarnir, sem oft er ruglað saman við kóralla (og stundum kallaðir kóralþörungar), mynda sérkennileg búsvæði annarra lífvera á grunnsævi, en þetta búsvæði gengur undir nafninu maerl eða maërl á mörgum tungumálum. ◊ ◊
Kalkþörungar vaxa víða hér við land og mynda þeir neðansjávarhjalla meðfram ströndum í flóum og fjörðum. Í Arnarfirði ◊ eru hjallarnir 6 - 20 m þykkir og þar er þörungategund af ættkvíslinni Lithothamnium [lithos: steinn; thamn: runni] ráðandi. Kalkþörungar vaxa hægt eða 0,4 mm á ári niður á 20 m dýpi og enn hægar á meira dýpi. Ekki er gert ráð fyrir að þeir þrífist neðan 40 m dýpis.
Efst í hjöllunum í Arnarfirði er lifandi lag kalkþörunga talið nokkurra cm þykkt og er líklegt að það hafi myndast á síðustu 100 árum. Neðar í 3 – 20 m þykkum hjöllunum eru stoðgrindur dauðra þörunga sem safnast hafa fyrir frá lokum ísaldar.
Lifandi þörungarnir eru rauðleitir eða bleikir til að nýta bláa geisla sólar sem best ◊ ◊ en dauðar stoðgrindurnar eru fljótar að bleikjast og minna þá gjarna á kóralla ◊ og erlendis þar sem þeim skolar á land eins og td. í Loch Dunvegan á vesturströnd Skotlands austan Ytri- Hebrideseyja er talað um kóralsand. [Maerl - A Rocky Seaweed] ◊ ◊
Heimildir: | Kjartan Thors ofl. 2002: Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum fyrir Íslenska kalkþörungafélagið ehf. < http://www.atvest.is/userfiles/file/PDF/skyrslur/umhverfismatsskyrsla.pdf > |