kalksteinshellar: myndast þegar kalk leysist upp í súru vatni kalsín- og vetniskarbónatjónirnar (HCO3-) fljóta burt með grunnvatninu og neðanjarðarhellar ◊ myndast. Þegar grunnvatnsstaðan breytist t.d. vegna rofs tæmast hellarnir oft og í þeim myndast útfellingar úr kalki og fleiri steindum er vatnið drýpur úr þaki hellanna. Í tímans rás myndast td. lindakalk, dropasteinar eða dropasteinskerti úr lagskiptu karbónati, kalksteini, aragóníti eða gifsi.
Í lindum þar sem vatnið úr hellunum kemur undir bert loft fellur kalkið út þegar CO2 rýkur úr vatninu út í andrúmsloftið. Kalk sem þannig fellur út er gjarna nefnt lindakalk; [limestone caves].
Kalksteinshella er víða að finna í kalksteinslögum. Mammoth Cave í Kentucky, í Bandaríkjunum er sá lengsti sem þekktur er uþb. 555 km langur og nær yfir 215 km2 svæði en Lechuguilla hellirinn í Nýja Mexíkó er sagður dýpstur á meginlandi NA. og fimmti lengsti á jörðinni. Einnig má nefna Lascaux Grotto (Grotte de Lascaux) í Vézère árdalnum nálægt bænum Montignac í Dordogne-sýslu [département] í Frakklandi en þar er að finna fjölda forsögulegra málverka. Leifar viðarkola sem fundust í hellinum voru aldursgreindar 17.000 ára BP. Í Altamira hellinum (Cueva de Altamira) í nágrenni bæjarins Santillana del Mar í Cantabríu á Spáni er einnig að finna hellamálverk og uþb. 18.500 ára gamlar mannvistarleifar.
Í Chauvet-Pont-d'Arc hellinum í Ardèche-sýslu í Suður-Frakklandi sem fannst 1994 eru líklega elstu hellamálverk sem fundist hafa ≈ 36 ká BP. 1 (Eða ≈ 46 ká b2k). ◊ ◊ ◊
Krækja í kvikmynd Werner Herzog 2010 um Chauvet hellinn í Suður-Frakklandi Cave of Forgotten Dreams.
Í kalksteinshellum í jaðri karstlandslags norður af borginni Makassar á eynni Sulawesi hafa fundist 45 ká gömul hellamálver og eru þau talin þau elstu sem hafa fundist hingað til.2 ◊ ◊ ◊
Sunnarlega í Argentínu og við landamæli Síle nálægt borginni Perito Moreno er að finna hellamálverk frá því fyrir 13.000 - 9.000 árum BP.3 ◊ ◊
Sjá karst og meira um upplausn kalks.