Dægursveiflu hita í andrúmslofti gætir aðeins á fárra cm dýpi undir yfirborði en árssveiflunnar gætir niður á um 10 - 30 m dýpi. Þegar árssveiflunnar hættir að gæta er hitastig nokkuð jafnt. Grunnvatn sem seytlar um bergið á þessu dýpi og telst ekki til jarðhita er yfirleitt með jöfnu hitastigi eða um 3 - 5°C. Hitastigið hækkar með hækkandi ársmeðalhita svæðisins. Þar sem vatnið sprettur fram á yfirborði kallast lindir eða kaldavermsl.
Gott dæmi um kaldavermsl er Vellankatla í Vatnsviki við norðanvert Þingvallavatn.