P-bylgjurnar ferðast með 8,1 - 13,3 km/sek. hraða í möttlinum en S-bylgjurnar ferðast aftur á móti aðeins með 4,5 - 7,5 km/sek. hraða. Þessi hraði er þó breytilegur eftir dýpi. Út frá þessum hraðabreytingum má geta sér til um innri gerð jarðar. Bæði P- og S-bylgjur hægja á sér neðan berghvolfsins. Þar má því gera ráð fyrir hlutbráðnu lagi, deighvolfinu. Snögg hraðabreyting verður svo aftur á 400 km og 670 km dýpi.


Við mót möttuls og ytri kjarna hægja P-bylgjurnar verulega á sér og S-bylgjurnar deyja út. Hann er þess vegna álitin vera út fljótandi efni. Þegar P-bylgjurnar ná innri kjarnanum herða þær aftur á sér og bendir það til þess að hann sé úr föstu efni. ◊.



Breytileg gildi eðlismassa jarðar: Tafla |T|, línurit




Sjá INDEX /=> |J| → jarðskjálftar.