Helstu skjálftasvæðin á Íslandi eru tvö. ◊ Á Suðurlandi er jarðskjálftasvæði sem nær eftir Reykjanesskaga um Ölfus og Suðurlandsundirlendið austur að Heklu. Úti fyrir Norðurlandi er annað skjálftasvæði á tveimur þverbrotabeltum. Það syðra nær frá mynni Skagafjarðar til SA um Flatey á Skjálfanda, Húsavík ◊ og austur að Þeistareykjum á norður gos- og rekbeltinu [NVZ]. Nyrðra þverbrotabeltið nær austur að Melrakkasléttu. ◊. ◊.
Á báðum þessum svæðum eru þverbrotabelti með þvergengjum á Atlantshafshryggnum. Á Suðurlandi er vinstra sniðgengi en hægra sniðgengi úti fyrir Norðurlandi.
Höggun á íslensku jarðskjálftasvæðunum hefur þrjú einkenni þverbrotabelta ◊ ◊. þ.e. mikla skjálftavirkni, legu þvert á ása hryggjanna sunnan og norðan við landið og sniðgengishreyfingar í samræmi við legu sína. ◊ ◊.
Helstu skjálftar á Íslandi frá 1700 til 2000. |T|
Sjá síðu Veðurstofu Íslands© yfir jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48 klukkustundirnar. Eldri krækja
Sjá síðu USGS yfir rauntíma skráningu jarðskjálfta á jörðinni.
Sjá INDEX → J → jarðskjálftar.