Hröðun (hröðun = kraftur/massi) yfirborðs í jarðskjálfta segir hversu snarpur jarðskjálfti er og skiptir hún miklu máli fyrir þol mannvirkja. Hús sem ætti að þola hröðun á stærð við þyngdarhröðunina ætti þá alveg eins að geta staðið lárétt út frá vegg.


Í sterku bergi getur spennan hlaðist upp í áratugi áður en það brestur, og losnar þá jafnan gífurleg orka. Við slíkar aðstæður getur misgengið orðið tugir eða hundruð kílómetra að lengd og orka skjálftabylgnanna er þá oft svo mikil að hröðun jarðlaganna næst upptökunum nálgast þyngdarhröðun jarðar. (9,8 m/sek2)


Hröðunin í skjálftanum sem varð í Salena í Kaliforníu árið 1971 nálgaðist þyngdarhröðunina, 9,8 m/sek2. Að öllu jöfnu minnkar hröðunin eftir því sem eðlismassi og stífni jarðlaga er meiri.



Breytileg gildi eðlismassa jarðar: Tafla |T|, línurit



Sjá um kraft og afl.

Sjá: INDEX /=> J /=> jarðskjálftar  /=> áhrifamat → Mercalli kvarði → |T|.